Leit
DupleX

Tónlistarflutningur við öll tækifæri

Hljómsveitin Duplex er skemmtilegt tvíeyki sem hefur á undanförnum árum gjörbreytt viðmiðum og viðhorfi fólks til örlítilla ballhljómsveita.
Hljómsveitin kemur ekki fram sem 'trúbadorar' sem slíkir, heldur sem fullbúin hljómsveit og getur í raun spilað flest það sem stærri hljómsveitir geta spilað með talsvert minna umstangi og tilkostnaði.

Rokk, popp, diskó, soul, blús, djass, kántrí, kokkurinn, gömlu dansarnir. Þessir kumpánar spila þetta allt og geta þar að auki séð um veislustjórn, dinnertónlist, brekkusöng, brúðkaup, skírnarveislur, afmæli og fleira.
Allt frá 20 mínútna sérsniðnum prógrömmum upp í þriggja tíma böll. Hafðu samband og fáðu tilboð í þína skemmtun.
TripleX
DupleX

TripleX

Á stærri viðburðum er gott að hafa tónlistarvalið sem allra sveigjanlegast og fjölbreyttast. 

Undanfarin árin höfum við haft eina allra bestu ballsöngkonu landsins með okkur til að gera ballið enn betra. Hún Arna Rún gerir DupleX að TripleX og gefur okkur kost á að taka dúetta og diskólög sem krefjast tveggja radda.